Vaktakerfi

Vaktakerfi MTP hentar öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem vilja skipuleggja vinnutíma og frítíma starfsmanna á árangursríkan hátt og skiptir ekki máli hvort starfsmenn eru í vaktavinnu eða dagvinnu með fastan eða sveigjanlegan vinnutíma.

Þegar um fast vaktakerfi er að ræða þá er það sett inn í MTP langt fram í tímann og einungis verið að færa inn breytingar til dæmis vegna orlofs eða annars sem kemur upp með skömmum fyrirvara.

Þegar um sveigjanlegt vaktakerfi er að ræða þá fer vaktaskipulagning í MTP fram í fjórum þrepum. Í fyrsta þrepi er starfsfólki gefið tækifæri til að skipuleggja eigin vinnutíma og frítíma og í fjórða þrepi fer svo fram bestun þar sem stjórnandi lagfærir yfir- og undirmönnun sem eftir er og staðfestir endanlegt vaktaskipulag.

1. Þrep – Óskir (Grænt)

Opið er fyrir óskir þangað til 6 vikum áður en tímabil byrjar. Í óskum skipuleggja starfsmenn eigin vinnutíma og frítíma nákvæmlega í samræmi við eigin þarfir og einu takmarkanirnar eru reglur kjarasamninga.

calendar

2. Þrep – Starfsmenn besta (Gult)

Þegar 6 vikur eru í næsta tímabil færist það sjálfkrafa í þrep 2 þar sem starfsmenn sjá auðveldlega hvaða vaktir eru yfirmannaðar og undirmannaðar. Á myndinni er sýnt hvernig starfsmaður færir sig af yfirmönnuðum vöktum yfir á undirmannaðar og stjórnar þar með 100% nauðsynlegum breytingum á eigin óskum og þar með endanlegum vinnutíma og frítíma.

calendar understaffing

3. Þrep – Stjórnandi bestar (Rautt)

Þegar 5 vikur eru í að tímabil byrji færist það sjálfkrafa í þrep 3 þar sem stjórnandi sér eftirliggjandi yfir- og undirmönnun og lagfærir með bestun.

staffing after phase 2

4. Þrep – Endanleg vaktaskipan (Rautt).

Þegar 4 vikur eru í að tímabil byrji færist það sjálfkrafa í þrep 4 eins og kjarasamningar segja til um. Hér eiga allar vaktir að vera mannaðar og vinnutími og frítími í sem mestu samræmi við óskir hvers og eins.

schedule


Minn Tími

Starfsmenn hafa geggjaða yfirsýn yfir eigið skipulag vinnutíma og frítíma hvort sem verið er að skoða daginn, vikuna, mánuðinn eða allt árið. Með snjalllausn MTP er svo hægt að fá allt skipulag inn í dagatal símans ásamt tilkynningum og öðrum gagnlegum upplýsingum.

calendar month view
calendar year view