Við stefnum að því að vera leiðandi í tíma- og kostnaðarstjórnun

Markmið

Við viljum hámarka framleiðni á vinnustund og auka lífsgæði starfsmanna.

Gæði

Við uppfyllum þarfir viðskiptavina okkar og viljum helst fara fram úr væntingum þeirra. Við kappkostum að bæta okkur á hverjum degi og hugbúnaður okkar og þjónusta er í stöðugri þróun. Við berum virðingu fyrir tíma viðskiptavina okkar og prófum alla nýja virkni mjög vel áður en hún er innleidd.

Gildi

Við vinnum öll að sama markmiðinu um að vera best í því sem við gerum til að hámarka ávinning viðskiptavina og starfsmanna þeirra. Grunngildi okkar eru:

  • Heiðarleiki

    Við höldum okkur við staðreyndir, stöndum við gefin loforð, uppfyllum kröfur og viðurkennum það sem betur má fara hjá okkur. Við hlustum á viðskiptavini og viljum vera meðvituð um stöðu mála.

  • Samvinna

    Við lítum á hver ný viðskipti sem langtíma viðskiptasamband og tökum virkan þátt í að auka framleiðni á vinnustund og lífsgæði starfsmanna. Markmið viðskiptavina okkar eru einnig okkar markmið.

  • Nýjungar

    Við trúum því að nýjungar séu mikilvægar til að halda samkeppnisforskoti á markaði og nýjar hugmyndir fáum við frá skapandi starfsfólki okkar og viðskiptavinum.