Tímaskráning

Viðverukerfi MTP tekur við tímaskráningum starfsmanna um Netið, frá síma eða sérstakri stimpilklukku með starfsmannakorti, fingrafari eða kennitölu.

Viðverukerfi MTP er einfalt í notkun, pappírslaust og geymir allar upplýsingar um viðveru starfsmanna í rauntíma á einum stað.

attendance devices


Snjalllausn

Með snjalllausn MTP er hægt að opna fyrir inn- og útstimplun með farsíma ásamt því að fá allt skipulag vinnutíma og frítíma í dagatal símans ásamt tilkynningum.

attendance mobile

Stimpilklukka

Með stimpilklukku MTP er hægt að nota fingrafar, starfsmannakort eða kennitölu til auðkenningar við inn- og útstimplun.

attendance device

Vefstimplun

Vefstimplun MTP krefst engrar fjárfestingar í vélbúnaði og þar er kennitala notuð til auðkenningar við inn- og útstimplun.

attendance via web

Mín síða

Eftir að starfsmaður skráir sig inn í MTP á Netinu opnast Mín síða þar sem annars vegar er yfirlit yfir skipulag og viðveru þess sem skráður er inn og hins vegar skipulag samstarfsmanna þann daginn. Auðvelt er að fletta fram og til baka til að skoða annað tímabil en sjálfvalið er.

my time

Tímaskráning dagsins

Stjórnendur sjá auðveldlega hverjir hafa skráð sig inn og út í dag, hverjir eru skráðir inn og hverjir gleymdu að skrá sig út.

one day attendance

Skipulag og tímaskráning gærdagsins, dagsins í dag og morgundagsins

Stjórnendur, sem bæði eru með skipulag og viðveru starfsmanna í MTP, hafa góða yfirsýn yfir núverandi þrjá daga, það er gærdaginn, daginn í dag og morgundaginn og sjá þar af leiðandi greinilega hverjir eru ekki mættir eða gleymdu að skrá sig inn.

attendance-one-day-with-schifts