MyTimePlan er tímastjórnunarkerfi á Netinu sem leysir öll viðfangsefni vaktaskipulagningar, tímaskráningar, útreiknings á tímum til launa og tengist launakerfum. Kerfið auðveldar stjórnendum stýringu mikilvægustu auðlindar fyrirtækisins, þ.e.; mannauðnum og stuðlar að auknum lífsgæðum og framleiðni.

Sjálfsafgreiðsla

Nú er auðvelt að bjóða starfsmönnum uppá sveigjanlegan vinnutíma í þeim tilgangi að auka jafnvægi vinnu og einkalífs. Á einfaldan hátt sjá þeir stöðu sumar-, vetrar-, og hvíldarfría ásamt vinnuskyldubanka. Auðvelt er að skipuleggja sinn eigin tíma ásamt því að staðfesta tíma til launa.

Fjarvistir

Sveigjanleiki í starfi og aukin sjálfsafgreiðsla getur komið í veg fyrir óþarfa fjarvistir. Má sem dæmi nefna að hafa möguleika á sveigjanlegum vinnutíma, að geta tekið yfirvinnu út í fríi eða að geta lagt fram óskir um orlof til að annast betur börnin.

Bestun

Snýst um hinn rétta fjölda starfsmanna með rétta hæfni á réttum tíma. Bestun mönnunar og eftirspurnar fer fram í tvennu lagi þar sem starfsmenn fá fyrst tækifæri til að hliðra til eigin óskum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óþarfa yfir- eða undirmönnun og það sem út af stendur lagfærir stjórnandi með bestun.

MyTimePlan hentar jafnt stórum sem smáum, einföldum og flóknum skipulagsheildum sem starfa innanlands og/eða erlendis. Hvort sem verið er að leita að einfaldri stimpilklukku eða flóknu vaktakerfi þá hentar MyTimePlan. Kerfið er skalanlegt og við viljum þróast með hverjum viðskiptavini um langt skeið.

Við hjálpum til við að auka:

  • framleiðni á vinnustund
  • jafnvægi vinnu og einkalífs
  • ánægju viðskiptavina