Árangursmælikvarðar

Árangursmælikvörðum MTP er ætlað að auðvelda stjórnendum að ná settum markmiðum í rekstrinum.

Þar sem laun eru stærsti breytilegi kostnaðarliður fyrirtækja og stofnana er lykilatriði að hafa upplýsingar um framleiðni á vinnustund, veikindi og yfirvinnu í rauntíma svo að hægt sé að bregðast strax við óæskilegri þróun. Upplýsingarnar geta verið miðaðar við klukkustund, dag, viku, mánuð, launatímabil, ársfjórðung eða ár og geta stjórnendur rakið sig niður eftir skipuritinu til að sjá nánar einstaka svið og deildir. Framsetningin getur verið hvort heldur sem er í línuriti eða töflu.

Framleiðni á vinnustund

Framleiðni á vinnustund er lykil-mælikvarði á það hversu vel er staðið að mönnun og tímastjórnun. MTP safnar upplýsingum um framleiðslu á vöru eða þjónustu eins og fjölda eininga, farþega, símtala eða viðskiptavina sem svo deilt er í með vinnustundum til að fá upplýsingar um framleiðni á vinnustund. Aðrir gagnlegir mælikvarðar geta til dæmis verið veikinda- og yfirvinnuhlutfall eins og sýnt er á eftirfarandi skjámynd:

kpi